LYF VIÐ MÍGRENI

Sumatriptan Apofri er lyf við mígreniköstum og fæst án lyfseðils í apótekum.

Lesa meira

Sumatriptan Apofri

Sumatriptan Apofri inniheldur virka efnið sumatriptan og er notað sem bráðameðferð við mígreniköstum, með eða án fyrirboðaeinkenna.

Sumatriptan var áður aðeins fáanlegt gegn lyfseðli frá lækni og því er kærkomið að Sumatriptan Apofri sé nú á markaði sem lausasölulyf. Lyfið dregur úr víkkun æða í höfðinu og hamlar virkni í þrenndartauginni.

Sumatriptan Apofri 50 mg filmuhúðaðar töflur eru fáanlegar í tveggja stykkja pakkningu og er ráðlagur skammtur 1 tafla eins fljótt og hægt er eftir að mígrenikast hefst. Þó er verkun lyfsins óháð því á hvaða stigi kastsins það er tekið.

Sumatriptan Apofri fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Hvað er mígreni?

Mígreni er slæmt höfuðverkjakast sem er oft öðrum megin í höfðinu með þungum æðaslætti. Önnur einkenni mígrenis geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sjóntruflanir og ljós- og hljóðnæmni

Lesa meira

Virkni og notkun

Sumatriptan Apofri er lyf við mígreniköstum og fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Lyfið dregur úr víkkun æða í höfðinu og hamlar virkni í þrenndartauginni.

Lesa meira