Sumatriptan Apofri
Sumatriptan Apofri er notað sem bráðameðferð við mígreniköstum, með eða án fyrirboðaeinkenna.
Mígreni er hvimleiður sjúkdómur sem getur haft veruleg áhrif á líf fólks. Lyfjameðferð við mígreni skilar oft góðum árangri ef lífsstílsbreytingar duga ekki til. Lyf við mígreniköstum hafa aðeins verið fáanleg gegn lyfseðli frá lækni og því er kærkomið að fá Sumatriptan Apofri á markað sem lausasölulyf. Lyfið dregur úr víkkun æða í höfðinu og hamlar virkni í þrenndartauginni.
Sumatriptan Apofri 50 mg töflur eru fáanlegar í tveggja stykkja pakkningu og er ráðlagur skammtur 1 tafla eins fljótt og hægt er eftir að mígrenikast hefst. Virkni lyfsins er óháð því á hvaða stigi kastsins það er tekið.

Hvað er mígreni?
Mígreni er slæmt höfuðverkjakast sem er oft öðrum megin í höfðinu með þungum æðaslætti. Önnur einkenni mígrenis geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sjóntruflanir og ljós- og hljóðnæmni